Brautskráning - NÝTT

Brautskráning 14. ágúst

Ákvörðun frá því í gær um að hætt skyldi við fyrirhugaða brautskráningarhátíð 14. ágúst hefur verið endurskoðuð. Ákveðið hefur verið að halda viðburðinn, ef áhugi reynist fyrir hendi á meðal nemenda, með hliðsjón af þeim samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum sem í gildi eru núna. Það þýðir að aðeins stúdentar skólans munu taka þátt í athöfninni auk fulltrúa úr starfsliði skólans. Athöfninni yrði ,,streymt” á Internetinu. Þessi kostur verður borinn undir viðkomandi nemendur með rafrænni viðhorfskönnun sem lögð verður fyrir 6. ágúst.
Þessi ákvörðun er með þeim fyrirvara að ekki komi til frekari samkomutakmarkana og/eða fyrirmæla frá almannavörnum.

Skólameistari