Átta liða úrslit í Morfís

Morfís - lið Kvennaskólans í Reykjavík
Morfís - lið Kvennaskólans í Reykjavík
Mánudaginn 1. mars keppir ræðuliðið okkar í átta liða úrslitum Morfís. Mótherjarnir eru lið Menntaskólans við Sund. Umræðuefnið er "hjarðeðli" og ætlar Kvennó að mæla gegn því. Liðið okkar skipa Einar Páll (liðstjóri), Inga Jódís (frummælandi), Berghildur Björk (meðmælandi) og Rakel Sif (stuðningsmaður). Aron Callan og Tinna Sóley eru varamenn liðsins.
 
Vegna fjöldatakmarkana mega aðeins 50 nemendur úr hvorum skóla mæta á keppnina en ætlunin er að streyma keppninni svo hægt sé að horfa heima eða úr Uppsölum Kvennaskólans. Nánari upplýsingar um það hjá Keðjunni, nemendafélagi skólans. Gangi ykkur sem allra best og góða skemmtun!