Afhending prófskírteina

Í gær, þriðjudaginn 26. maí, fengu nýstúdentar afhent prófskírteinin sín. Vegna samkomutakmarkanna var ekki hægt að hafa brautskráningarathöfn með hefðbundnum hætti en slík athöfn verður haldin 14. ágúst n.k. Við óskum nýstúdentum innilega til hamingju með áfangann og hlökkum til að sjá þau öll aftur 14. ágúst!