Að efla sjálfstraust og jákvæðni

 

Foreldraráð skólans bauð nemendum á 1. ári upp á mjög áhrifaríka fyrirlestra í vikunni. Gestafyrirlesarinn var Ingveldur Gröndal en hún er menntaður tómstunda- og félagsmálafræðingur sem starfar sem einstaklingsráðgjafi og þjálfari hjá KVAN ásamt því að sjá um félagsstarf aldraðra á Grund.
 
Ingveldur er fyrrum Kvenskælingur og fyrirlesturinn var unninn út frá reynslusögu hennar á unglingsárunum. Í fyrirlestrinum ræddi hún um sína þroskasögu og árin í Kvennó, hugarfarsbreytingar, kvíða, trú á eigin getu, þægindarammann, feimni og leiðtogafærni. 
 
Nemendur tóku virkan þátt og virtust mjög áhugasöm um efnið. Vonandi hefur fyrirlesturinn verið hvatning og innblástur fyrir þeirra stefnu í lífinu. Við viljum þakka foreldrafélaginu fyrir þeirra mikilvæga framlag til skólans - það er ómetanlegt!