10. bekkingar heimsóttu skólann

Við viljum þakka þeim fjölmörgu 10. bekkingum sem heimsóttu okkur á síðustu þremur vikum. Það var gaman að fá loksins gesti og sýna þeim fallega húsnæðið okkar, myndir úr skólastarfinu og bjóða upp á spjall við okkar frábæru nemendur.

Unga fólkið var til fyrirmyndar í heimsóknunum, bæði varðandi sóttvarnir og umgengni. Þau eiga líka hrós skilið fyrir góðar spurningar og fallega framkomu.

Við náðum að bjóða öllum sem óskuðu eftir heimsókn til okkar, líka þeim sem voru á biðlista. Við erum extra þakklát fyrir það núna þegar enn ein skólalokunin skall á í gær.

Ef einhverjir komust ekki til okkar viljum við minna á kynningarsíðuna okkar. Þar má til dæmis finna glærur sem við sýndum í heimsóknunum,  myndbönd, bæklinga og svör við spurningum sem við höfum fengið á undanförnum árum á “Opnu húsunum”.