Framhaldsskólaeining

Framhaldsskólaeiningin er skilgreind út frá vinnuframlagi nemenda. Ein eining er miðuð við þriggja daga vinnu nemandans í 6–8 klukkustundir á dag, eða 18-24 klukkustundir. Inni í þessari mælingu er tímasókn nemandans, verkefna- og heimavinna, prófundirbúningur og próftaka. Þetta þýðir að fimm eininga áfangi er á bilinu 90-120 klukkustunda vinna fyrir nemandann.

Fullt ársnám nemenda er 60 einingar og er þá miðað við 180 daga skólaár. Einingafjöldi áfanga sést í tveimur síðustu tölustöfunum í áfanganúmerinu. Dæmi: Félv1SJ06 er sex einingar og Líff1GF04 er fjórar einingar.