Jafnlaunavottun

Undir lok síðasta árs fékk Kvennaskólinn í Reykjavík afhenta staðfestingu á jafnlaunavottun en að henni hefur verið unnið í tæp tvö ár. 
Jafnlaunavottun byggir á kröfum og leiðbeiningum íslenska stjórnunarstaðalsins ÍST-85:2012 sem felur í sér að komið sé á stjórnunarkerfi sem ætlað er að tryggja að ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunum. Skólinn hefur því heimild til að nota jafnlaunamerkið en það er Jafnréttisstofa sem veitir þá heimild. Heimildin gildir í jafnlangan tíma og vottunin eða til ársins 2023.

Faglegur votturnaraðili Kvennaskólans er Vottun hf. 

Hér má sjá Hjalta Jón skólameistara taka við staðfestingu á vottuninni úr hendi Emils Karlssonar frá Vottun hf. 
Jafnlaunavottun