Stoltið 10 ára

Í dag fagnar Stoltið, hinsegin félag Kvennaskólans, 10 ára afmæli sínu. Félagið hefur í áratug verið vettvangur fyrir nemendur til að efla samstöðu, fræðslu og sýnileika hinsegin fólks innan skólans.
 
Í gegnum árin hefur Stoltið staðið fyrir fjölbreyttum viðburðum, fræðslu og gleði, og þannig skapað öruggt rými þar sem öll geta notið sín og verið þau sjálf. Afmælið er því jafnframt tilefni til að líta um öxl og fagna þeim jákvæðu breytingum sem orðið hafa, en ekki síður til að horfa fram á veginn og halda áfram að byggja upp jafnréttissamfélag í skólanum.
 
Í tilefni dagsins verður blásið til gleði í föstudagshádegishléinu, boðið upp á afmælisköku, leiki og dúndrandi danstónlist í Uppsölum.