- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nú er Gulur september genginn í garð og að því tilefni fengu nemendur í 3. bekk forvarnar- og fræðsluerindið Segðu það upphátt! frá Píeta samtökunum. Í fræðsluerindinu var lögð áherslan á andlega líðan og geðheilbrigði og mikilvægi þess að ræða hlutina þegar vanlíðan eykst. Tómas Daði Bessason sálfræðingur og Birna Rún Eiríksdóttir leikkona stýrðu fræðslunni og ræddu opinskátt um líðan og mikilvægi þess að geta talað saman. Lögð var áhersla á vonina, lausnir og bjargráð og rætt um líðan og tilfinningar á léttum og uppbyggilegum nótum. Með yfirskriftinni Segðu það upphátt! er verið að minna á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina, leita í vinina, baklandið eða til fagfólks ef okkur líður illa.
Ína Björg náms- og starfsráðgjafi og Ásdís skólahjúkrunarfræðingur voru einnig viðstaddar á meðan á fræðsluerinindinu stóð.
Við þökkum Píeta samtökunum kærlega fyrir heimsóknina og þetta góða samtal sem þau áttu við nemendur okkar.
Miðvikudagurinn 10. september var gulur dagur, alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og þá voru nemendur og starfsfólk skólans hvött til að klæðast gulu.