Nýnemaferð

Í síðustu viku var farið í okkar árlegu nýnemaferð. Markmið ferðarinnar er að hrista saman bekkina og árganginn með skemmtilegri dagskrá og hópeflisleikjum. Ferðin tókst mjög vel og var mikil gleði á skógræktarsvæðinu Garðalundi á Akranesi. 

Jörgen Nilsson tómstundaleiðbeinandi stýrði hópeflisdagskrá af mikilli snilld og fulltrúar nemendafélagsins voru með skipulagða leiki. Nemendafélagið, skólameistari og umsjónarkennarar sem voru með í ferðinni grilluðu svo ofan í mannskapinn. 

Mikil ánægja var með ferðina og voru nemendur sér og skólanum til mikils sóma. 

Myndirnar fanga vel stemminguna í ferðinni.