Tjarnardagar

Á Tjarnardögum gerum við hlé á hefðbundnu skólastarfi. Nemendur fá þá að velja úr fjölbreyttu úrvali viðfangsefna sér til fróðleiks og skemmtunar.
Tjarnardagarnir byrja á því að nemendur mæta á valkynningu fyrir hádegi þriðjudaginn 20. febrúar. Eftir hádegi er góðgerðardagur þar sem bekkirnir safna áheitum til góðgerðarmála. Á miðvikudaginn er uppbrot í kennslu þar sem nemendur velja á milli skemmtilegra stöðva.

Staðsetningar og stofur - miðvikudaginn 21. febrúar

Árshátíð Keðjunnar verður fimmtudaginn 22. febrúar. Nemendur eru í fríi fimmtudaginn 22. febrúar og föstudaginn 23. febrúar

Hér er hlekkur á frétt um Tjarnardaga sem haldnir voru á vorönn 2023.