Nýnemaferð

Nýnemaferð - ekki kennsla hjá 1. bekk þennan dag. 

Nemendur eiga að mæta við Hörpu kl. 9:15. Lagt verður af stað í ferðina stundvíslega kl. 9:30. Rúturnar (ÞÁ Bílar) verða merktar Kvennó og bekkjum. Dagskrá ferðarinnar miðar að því að hrista nemendur saman og hafa gaman. Boðið verður uppá grillaðar pylsur (líka vegan) í hádeginu. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er um 15:30. 

Athugið að dagskrá nýnemaferðarinnar er utan dyra og því mikilvægt að klæða sig eftir veðri. Gott er að hafa með vatnsbrúsa og nesti.