Dagskrá fyrir nýnema á 1. ári verður þriðjudaginn 19. ágúst. Skólasetning hefst kl. 9:00 í Uppsölum, húsnæði skólans við Þingholtsstræti 37. Dagurinn hefst með stuttu ávarpi og kynningu frá skólameistara og svo hitta nemendur umsjónarkennara og bekkjarfélaga. Að því loknu munu fulltrúar úr nemendafélaginu ganga með nýnemum um húsnæði skólans og stjórna hópefli. Gert er ráð fyrir að dagskrá ljúki um kl. 12:00. Nýnemar þurfa ekki að mæta með nein skólagögn (né skólatösku) þennan dag.