- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Kæru foreldrar/forráðamenn
Kynningarfundir fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verða haldnir mánudaginn 1. september í Uppsölum, húsnæði skólans að Þingholtsstræti 37. Við höldum tvo eins kynningarfundi.
Fyrri fundurinn hefst kl. 17:30. Á hann eru boðaðir foreldrar/forráðamenn nemenda í eftirfarandi bekkjum: 1ÍB, 1NA, 1NB, 1NC, 1ND, 1SB.
Seinni fundurinn hefst kl. 19:00. Á hann eru boðaðir foreldrar/forráðamenn nemenda í eftirfarandi bekkjum: 1FA, 1FF, 1FÞ, 1NF, 1NÞ.
Dagskrá:
Gera má ráð fyrir að kynningar í Uppsölum og kynning umsjónarkennara í stofum í framhaldinu taki alls um 1,5 klst.
Verið hjartanlega velkomin
Kolfinna skólameistari