Einkunnir og prófsýning

Lokaeinkunnir áfanga verða birtar í Innu mánudaginn 23. maí. Sama dag verður prófsýning í A og M milli kl. 9:00 og 10:00 fyrir þau sem vilja skoða prófúrlausnir. Upplýsingar um í hvaða stofum er að finna hér: https://www.kvenno.is/static/files/Valafangar/profsyning-vor-2022.pdf

Nemendur sem þurfa að fara í endurtökupróf verða að skrá sig í þau mánudaginn 23. maí með því að fylla út viðeigandi form sem verður sett á heimasíðu skólans á mánudaginn. Endurtökuprófin verða 27., 30. og 31. maí. Hér sjáið þið reglur skólans um endurtökupróf: https://www.kvenno.is/is/nam-kennsla/namsmat-og-namsframvinda/reglur-um-endurtokuprof.

Umsjónarkennarar verða með viðtalstíma á prófsýningardaginn milli kl. 10:00 og 10:30, sjá hér í hvaða stofum þeir verða: https://www.kvenno.is/static/files/Valafangar/vidtalstimi-umsjonarkennara-23.-mai-2022.pdf

Við minnum líka á þjónustu náms- og starfsráðgjafa skólans: https://www.kvenno.is/is/foreldrar/nemendathjonusta/nams-og-starfsradgjof en Ína og Hildigunnur verða á staðnum á mánudaginn.