Aðalfundur foreldraráðs

Aðalfundur foreldraráðs Kvennaskólans í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 4. september kl.17:00 – 18:00 í húsnæði skólans (Miðbæjarskólanum) við Fríkirkjuveg 1, stofu M19.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi foreldraráðs
  3. Umræður um skýrslu stjórnar
  4. Breytingar á starfsreglum foreldraráðs (tillögur að breytingum þurfa að berast stjórn eigi síðar en 14 dögum fyrir auglýstan aðalfund)
  5. Stjórnarkjör
  6. Önnur mál

Nánari upplýsingar

Undir liðnum stjórnarkjör fer fram kosning fimm foreldra/forráðamanna nemenda auk tveggja varamanna. Formaður er kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn í einu lagi samkvæmt starfsreglum foreldraráðs.

Nýkjörin stjórn foreldraráðs tilnefnir á sínum fyrsta fundi einn áheyrnafulltrúa í skólanefnd og annan til vara. Þá er óskað eftir því að stjórn tilnefni tvo fulltrúa í matsteymi skólans.