Einkunnir og prófsýning

Lokaeinkunnir áfanga verða birtar í Innu miðvikudaginn 22. maí. Sama dag verður prófsýning í N og M milli kl. 9:00 og 10:00. 

Hér má sjá í hvaða stofum námsgreinarnar verða. 

Umsjónarkennarar verða með viðtalstíma strax eftir prófsýningu milli kl. 10:00 og 10:30, sjá hér í hvaða stofum þeir verða.

Hér má sjá reglur skólans um námsmat og einkunnagjöf. 

Nemendur sem þurfa að fara í endurtökupróf verða að skrá sig í þau miðvikudaginn 22. maí með því að fylla út viðeigandi form sem verður sett á heimasíðu skólans á prófsýningardag. Endurtökuprófin verða 29., 30. og 31. maí. 

Hér má sjá reglur skólans um endurtökupróf og gjaldskrá skólans

Minnum á þjónustu náms- og starfsráðgjafa skólans sem verða á staðnum á prófsýningardaginn.