Móttaka nýnema á 1. ári

Kæru nýnemar

Miðvikudaginn 18. ágúst mæta nýnemar í skólasetningu í skólanum.
Skólasetningin verður í Uppsölum, Þingholtsstræti 37, hér sjáið þið yfirlit og myndir af húsnæði skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/skolinn/husnaedi-skolans.

1FA, 1FF, 1NA og 1NÞ mæta kl. 9:00
1FÞ, 1NF, 1NC og 1ND mæta kl. 9:30

Að skólasetningu lokinni hittið þið umsjónarkennara ykkar sem mun fara yfir ýmsa þætti varðandi skólastarfið með ykkur. Einnig munu allir bekkir hitta fulltrúa nemendafélagsins. Dagskráin hjá hverjum bekk tekur um tvær klukkustundir.

Að öllu óbreyttu gerum við ráð fyrir grímuskyldu í skólanum og hvetjum ykkur öll til að huga vel að persónubundnum sóttvörnum.
Athugið að breytingar geta orðið á reglum um sóttvarnir í framhaldsskólum og munum við tilkynna um slíkt um leið og þær liggja fyrir. Það er því mikilvægt fylgjast vel með upplýsingum frá skólanum á heimasíðu skólans og/eða í tölvupósti.

Hlökkum til að sjá ykkur