Landskeppni í efnafræði

20. LANDSKEPPNIN Í EFNAFRÆÐI 2021 verður haldin í menntaskólum landsins fimmtudaginn 25. febrúar. Stigahæstu nemendum verður boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem haldin verður í HÁSKÓLA ÍSLANDS helgina 20.-21. mars. Að úrslitakeppni lokinni verður valin fjögurra manna Ólympíusveit Íslands í efnafræði 2021 til þátttöku í norrænu Ólympíukeppninni í Reykjavík 20.-23. júlí 2021 og alþjóðlegu Ólympíukeppninni í Japan, 24. júlí – 2. ágúst 2021.
Efnafræðikennarar svara spurningum um landskeppnina.