Kynningafundur fyrir forráðamenn nýnema á félagsvísindabraut

Ágætu foreldar/forráðamenn nýnema Kvennaskólans haustið 2021.

Í ljósi sóttvarnareglna og fjöldatakmarkana höfum við ákveðið að breyta fyrirkomulagi áður boðaðra kynningarfunda þriðjudaginn 24. ágúst og miðvikudaginn 25. ágúst.

Við munum ekki hafa almenna kynningu í Uppsölum eins og fyrirhugað var. Þess í stað mæta foreldrar/forráðamenn í kennslustofur í tveimur af húsum skólans, annars vegar í Aðalbygginguna við Fríkirkjuveg 9 og hins vegar í Miðbæjarskólann að Fríkirkjuvegi 1 (M). Við munum vísa ykkur á þær stofur þar sem umsjónarkennarar bekkjanna verða til staðar og taka á móti ykkur. Að lokinni kynningu með þeim munu þeir sýna gestum húsnæði skólans. Stjórnendur munu jafnframt líta við og kynna sig auk þess sem námráðgjafar verða á staðnum.

Finna má nákvæma staðsetningu húsanna á heimasíðu skólans á slóðinni https://www.kvenno.is/is/skolinn/skolinn/husnaedi-skolans

Stofuskipan verður þessi:

Þriðjudagur 24. ágúst kl. 20:00 - Félagsvísindabraut:

1FA N2-N4 (Aðalbygging)

1FF M19 (Miðbæjarskóli)

1FÞ M23 (Miðbæjarskóli)

Miðvikudagur 25. ágúst kl. 20:00 - Náttúruvísindabraut:

1NA N2-N3 (Aðalbygging)

1NC N4 (Aðalbygging)

1ND M19 (Miðbæjarskóli)

1NF M23 (Miðbæjarskóli)

1NÞ M27 (Miðbæjarskóli)

Vegna hinna sérstöku aðstæðna og takmarkana sem gilda um skólastarf mælumst við til þess að aðeins komi einn forráðamaður hvers nemanda.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Með góðri kveðju,

Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari