Eplavika

Eplavika byggir á gamalli hefð í skólanum. Árið 1921 var í fyrsta skipti haldið eplakvöld í jólaleyfinu fyrir nemendur sem bjuggu á heimavist skólans í Aðalbyggingu og komust ekki heim um jólin. Nemendur fluttu skemmtiatriði og sungu fyrir kennara og fengu að launum epli. Á þeim tíma fengust ekki epli á Íslandi nema fyrir jólin og þótti mikill lúxus. Þegar Kvennaskólinn varð framhaldsskóli þá flyst skemmtunin fram í nóvember og nefnist þá epladagur. Tekin var upp sú hefð að hafa skemmtun eftir hádegi og eplaball um kvöldið. Þá fóru fulltrúar nemendafélagsins að ganga í alla bekki fyrir hádegi og færðu nemendum epli og sögðu eplasöguna. Síðar fóru bekkir að fara saman út að borða og bjóða umsjónarkennurum með. Á epladagsskemmtunum í gegnum árin hefur verið keppt í ýmsu og hefur það verið breytilegt milli ára. Má þar nefna að sum ár hefur verið valið eplalag og keppt í hver er í flestum flíkum i rauðum lit. Einnig hafa verið gerðar eplamyndbönd og starfrækt hefur verið eplaútvarp. Eplavikan nær hámarki á fimmtudegi þegar eplaball nemenda er haldið.