UPPT2GG03 - Gervigreind í námi og daglegu lífi

Námsgrein : Upplýsingatækni

Lýsing

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2

Áfanginn er kynning á gervigreind og notkun hennar í daglegu lífi, námi og starfi. Nemendur kynnast helstu hugtökum og verkfærum sem byggja á gervigreind og prófa hvernig þau geta gagnast við glósur, skipulag, verkefnavinnu og sköpun. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist gagnrýna afstöðu til notkunar gervigreindar og geti tekið þátt í umræðum um einföld siðferðileg álitaefni sem tengjast tækninni.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu hugtökum sem tengjast gervigreind
  • hvernig gervigreind er notuð í daglegu lífi, námi og starfi
  • helstu verkfærum sem byggja á gervigreind og möguleikum þeirra
  • takmörkunum gervigreindar og mikilvægi gagnrýninnar hugsunar
  • einföldum siðferðilegum álitaefnum sem tengjast notkun gervigreindar

 

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota gervigreindarverkfæri við einfaldar námsæfingar, glósugerð og verkefnavinnu
  • spyrja fjölbreyttra spurninga (promptar) og prófa hvernig þær móta svör
  • bera saman niðurstöður frá mismunandi gervigreindarlíkönum
  • vinna í hópi að afmörkuðu verkefni, þar sem gervigreind er nýtt
  • kynna verkefni sín á fjölbreyttan hátt, bæði skriflega og munnlega

 

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta gervigreind sem stuðning í eigin námi
  • skipuleggja einföld verkefni og leysa þau með aðstoð gervigreindar
  • miðla eigin niðurstöðum á skiljanlegan hátt,
  • taka þátt í umræðum um notkun gervigreindar og siðferðileg álitaefni
  • ígrunda eigin notkun á gervigreind og meta hvernig hún getur gagnast í framtíðarnámi og starfi