STÆR1SE04 - Rúmfræði og mælieiningar

Námsgrein : Stærðfræði

Lýsing

Kjarnaáfangi á starfsbraut
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1 

Viðfangsefni áfangans eru rúmfræði og mælieiningar í daglegu lífi. Áhersla er lögð á að þjálfa upp öguð og vönduð vinnubrögð með það fyrir augum að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart stærðfræði og efla rökhugsun.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • undurstöðuatriði í mælieiningum
  • undirstöðuatriðum í ummáli, flatarmáli og rúmmáli grunnforma

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • reikna út ummál, flatarmál og rúmmál grunnforma
  • geti breytt frá einni mælieiningu yfir í aðra
  • nota vasareikni og önnur hjálpartæki við útreikninga

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geti nýtt hugtökin ummál, flatarmál og rúmmál í daglegu tali
  • geti nýtt sér mælieiningar í daglegu tali
  • beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
  • tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð

 

Námsmat
Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Virkni nemenda og mæting skiptir öllu máli.