SÁLF2ÍÞ05 - Íþróttasálfræði

Námsgrein : Sálfræði

Lýsing

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2

Markmið áfangans er að nemendur kynnist hugmyndum og kenningum í þróttasálfræði og læri hvernig hægt er að nýta sálfræðilega þekkingu til að aðstoða íþróttafólki að ná betri árangri. Í áfanganum verður farið yfir helstu atriði íþróttasálfræðinnar og fjallað þá þætti sem hafa áhrif á frammistöðu íþróttafólks eins og tilfinningar, sjálfstraust, áhuga og metnað, andlegan styrk og þrautseigju. Kennslan fer fram í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Í fyrirlestrum verður fjallað um helstu þætti námsefnisins og í umræðum takast nemendur á við spurningar út frá námsefninu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu hugrænu þáttum sem hafa áhrif á frammistöðu íþróttafólks
  • Mikilvægi sálfræðilegrar þekkingar til að aðstoða íþróttafólk
  • Mikilvægi þess að huga að andlegri vellíðan og andlegum styrk
  • Áhrif jákvæðrar sjálfsmyndar og sjálfstrausts á frammistöðu
  • Hvaða atriði skipta máli þegar kemur að andlegri hlið íþrótta

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Vinna með sálfræðilega þekkingu sem kemur að notum í íþróttum
  • Koma auga á og vinna með andlega þætti sem hafa neikvæð áhrif á frammistöðu
  • Skilja fólk út frá sálfræðilegum kenningum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Hjálpa sjálfum sér og öðrum að ná árangri í sinni íþróttagrein
  • Efla andlega heilsu og andlegan styrk