ÍSLE1SC04 - Goðafræði

Námsgrein : Íslenska

Lýsing

Kjarnaáfangi á starfsbraut
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1

Í áfanganum verður fjallað um norræna goðafræði, heimsmynd ásatrúarmanna til forna, helstu æsi og hlutverk þeirra. Fjallað verður um goðafræðina í tengslum við menningu, sögu, siði, hefðir og áhrif á nútímasamfélög. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar og fá nemendur tækifæri til að vinna með efnið á fjölbreyttan hátt. Áhersla verður lögð á þjálfun í lestri, hlustun, ritun, tjáningu og málnotkun á fjölbreyttan hátt.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • heimsmynd norrænnar goðafræði
  • helstu goðum, gyðjum og hlutverkum þeirra
  • innihaldi og söguþræði umfjöllunarefnisins
  • fjölbreyttum aðferðum við úrvinnslu verkefna

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • fjalla um goðafræði
  • átta sig á áhrifum goðafræðinnar á nútímasamfélag
  • nýta sér fjölbreyttar aðferðir við verkefnavinnu
  • vinna verkefni af vandvirkni

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • greina innihald efnisins
  • taka þátt í málefnalegum umræðum í tengslum við námsefnið
  • útskýra hugmyndir norrænna manna um heimsmynd og trú á landnámsöld
  • skilja að norræn goðafræði er hluti af menningararfi Íslendinga


Námsmat:
Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Virkni nemenda og mæting skiptir öllu máli.