HAND2HV05 - Handverk 2

Undanfari : HAND1HV05
Námsgrein : Handmennt

Lýsing

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2

Unnið er með flóknar aðferðir í prjóni og hekli þar sem er þörf er á almennri kunnáttu. Kynntar verða ýmsar aðferðir, tæki og efni sem unnið er með. Einnig verður unnið með einfalt þrykk á textíl og endurnýting á fötum. Lögð er áhersla á skapandi hugsun í útfærslu og einnig vönduð og sjálfstæð vinnubrögð. Facebook, Instagram, Pinterest, YouTube og fleiri miðlar verða notaðir. Fjórar vettvangsferðir verða farnar til að skoða mismunandi handverk.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Flóknum aðferðum í prjóni og hekli
  • Ýmsum aðferðum við að ganga frá og meðhöndla handverk
  • Undirbúningsvinnu fyrir ákveðin verk
  • Handverki í sögulegu samhengi
  • Endurvinnslu á fötum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota flóknar aðferðir í prjóni og hekli
  • Nýta sér mismunandi (hrá)efni í vinnslu ýmissa hluta
  • Nota prjóna og hekl uppskriftir/teikningar
  • Þekkja handverk í sögulegu samhengi
  • Gera nytjahluti úr fjölbreyttu efni
  • Breyta fötum með lit, þrykki eða breyta tilgangi þeirra

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Prjóna og hekla nytjahluti og/eða listmuni með flóknum aðferðum
  • Yfirfæra hugmynd sína yfir í nytjahlut eða annað
  • Fara eftir uppskriftum sem eru teiknaðar, skrifaðar eða eru á netinu
  • Þekkja handverki í sögulegu samhengi
  • Breyta fötum með einföldum aðferðum