ENSK1SD04 - Áhugamál og tómstundir

Námsgrein : Enska

Lýsing

Kjarnaáfangi á starfsbraut 
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur geti tjáð sig um sitt daglega líf á ensku, fjallað um áhugamál sín og hugðarefni. Með verkefnavinnu æfa nemendur sig í að tjá sig munnlega og skriflega. Áhersla er á að auðga enskan orðaforða og nemendur þjálfist í að nýta sér tæknina til gagns.

Þekkingarviðmið

Nemandinn skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • orðaforða í tengslum við áhugamál sittog tómstundir
  • orðaforða sem tengist daglegu lífi og athöfnum
  • ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
  • kostum þess að vera vel læs á enska tungu þegar kemur að upplýsingaöflun

Leikniviðmið

Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
  • taka þátt í og halda uppi samræðum
  • halda kynningu fyrir samnemendur og/eða kennara
  • Leita uppi og finna afmarkaðar upplýsingar úr texta og myndmáli
  • stafsetja á réttan hátt algeng orð á ensku

Hæfnisviðmið

Nemandinn skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til þess að:

  • nota orðaforða og þekkingu í ensku við mismunandi aðstæður
  • vinna á fjölbreyttan hátt með texta
  • beita virkri hlustun til að skilja inntak samræðna sem eiga sér stað í kennslustund
  • taka virkan þátt í umræðum á ensku um fjölbreytt málefni
  • sýna frumkvæði og sjálfstæði í notkun upplýsingatækni og hjálpargagna sem nýtast í tungumálanámi
  • auka sjálfstraust og trú á eigin getu við að skilja og tjá sig á ensku
  • nýta orðaforða og þekkingu sem tengist áhugamáli eða áhugasviði

 

Námsmat: 
Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Virkni nemenda og mæting skiptir öllu máli.