- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Byrjunaráfangi í efnafræði á náttúruvísindabraut, kenndur á haustönn á 1. ári.
Í þessum fyrsta áfanga í efnafræði er byrjað á því að láta nemendur vinna með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum efnafræðinnar. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við kennslu í þessari grein. Nemendur vinna saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: hrein efni og efnablöndur, eiginleikar efna, mælistærðir og tölur, markverðir tölustafir og óvissa, uppbygging atóma, jóna og sameinda, efnatákn og helstu efnabreytingar, lotukerfið, nafnakerfi ólífrænna efna, rafeindaskipan atóma og jóna.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: