DANS2YL03 - Yndislestur

Undanfari : DANS2LR04
Námsgrein : Danska

Lýsing

Eingingafjöldi: 3
Þrep: 2 

Nemendur efla orðaforða og málskilning með því að lesa fjölbreytta og aðgengilega texta á dönsku. Áhersla er lögð á yndislestur, sjálfstæð vinnubrögð og upplifun af lestri. Áfanginn stuðlar að betri lesskilningi, tjáningu um lestur, auknum áhuga á dönsku bókmenntum og menningu. Önninni er skipt í 3 lotur og lesa nemendur heima og mæta svo í einstaklingsviðtöl til kennara þar sem þeir gera grein fyrir efninu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu einkenni einfaldra skáldsagna og ungmennabókmennta á dönsku
  • grunnorðaforða og algeng orðasambönd sem tengjast daglegu lífi og algengum umræðuefnum í skáldskap
  • grunnþekkingu á dönskum menningarlegum og félagslegum viðfangsefnum eins og þau birtast í lesnu efni

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • geta lesið aðgengilegan skáldskap á dönsku og beitt lestraraðferðum til að skilja meginatriði textans
  • getur unnið úr lesefni með því að svara spurningum og draga fram helstu atburði eða þemu
  • getur tjáð sig munnlega um lestur og tekið þátt í einföldum umræðum um efni, persónur og tilfinningar sem koma fram í texta

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta valið sér viðeigandi lesefni á dönsku í samræmi við áhuga og færni, og lesið það af sjálfstæði og markvissu vinnulag
  • geta miðlað eigin skilningi, upplifun og túlkun á lesnu efni á einfaldri og persónulegri dönsku, bæði í rituðu og töluðu máli