Landskeppin í líffræði 2023

Undankeppni fyrir val landsliðs framhaldsskólanna í líffræði fer fram þriðjudaginn 24. janúar nk.

Keppnin fer þannig fram að nemendur þreyta 60 mínútna próf sem samanstendur af 50 krossaspurningum á ensku.
Prófinu fylgir orðalisti með þýðingum fræðilegra hugtaka. Önnur hjálpargögn eru ekki leyfð.

Spurningar spanna vítt svið líffræði og ekkert ákveðið námsefni er betra en annað til undirbúnings.
Þeir 12 nemendur sem flest stig hljóta í undankeppninni komast áfram í lokakeppni sem haldin verður í mars nk.
Þá verður valið landslið fjögurra nemenda til þátttöku í Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í líffræði sem haldin verður í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í júlí 2023.

 

Upplýsingar um keppnina veitir Íris Thorlacius Hauksdóttir líffræðikennari, iristh@kvenno.is