JÓGA1SH02 - Jóga

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Áfanginn er verklegur. Nemendur læra jógastöður, slökunaraðferðir, hugleiðslutækni og öndunaræfingar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • jóga sem fornri og heildstæðri nálgun á heilsurækt
 • nálgun jógafræða á samspil líkama, huga og tilfinninga
 • eigin líkama
 • mismunandi jógastöðum
 • hugleiðslu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • auka styrk og liðleika með fjölbreyttum jógastöðum
 • nota jógastöður til að auka líkamlega vellíðan
 • þekkja eigin líkama og mörk hans
 • beita mismunandi slökunaraðferðum
 • hugleiða

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • styrkja og liðka líkamann
 • viðhalda og/eða bæta líkamlega og andlega heilsu
 • virða líkama sinn og takmörk hans.
Nánari upplýsingar á námskrá.is