FRAN2FE05 - Franska 5

hlustun og ritun. menning og listir, lesskilningur, tal

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: FRAN2FD05
Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun og orðaforði aukinn jafnt og þétt. Bætt er við málfræði eftir þörfum. Líkt og undanfarinn er áfanginn að mestu þematengdur, þar sem samfélag, menning og listir koma við sögu. Lesnar eru smásögur, ljóð og ein skáldsaga og farið er dýpra í texta en í fyrri áföngum. Önnur menningar- og listform eru tekin fyrir, svo sem matargerð. Nemendur vinna nokkur sjálfstæð verkefni, bæði munnleg og skrifleg og þjálfast í að miðla þeim fróðleik sem þeir afla sér til annarra nemenda í áfanganum. Kvikmyndir og annað hljóð- og myndefni er notað í kennslunni eftir föngum. Í áfanganum vinna nemendur verkefnamöppu sem byggir bæði á huglægri nálgun og heimildavinnu. Eru verkefni möppunnar tengd þemum áfangans og reyna á hæfni nemandans til yfirfærslu þekkingar og leikni sem hann hefur öðlast í frönskunáminu. Í áfanganum er leitast við að nemendur fái aukin tækifæri til að tjá sig í tali og ritun og hann lagaður sem mest að áhugasviði nemenda, t.d. í verkefnavali.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans, þ.m.t. ýmsum faglegum orðaforða
 • notkun frönskunnar til að mæta hæfniviðmiðum áfangans bæði munnlega og skriflega
 • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, s.s. greinamerkjasetningu
 • ólíkum viðhorfum og gildum sem ríkja í Frakklandi og öðrum frönskumælandi löndum, einkum meðal ungs fólks og geta tengt þau eigin reynslu, samfélagi og menningu.
 • þróun fransks þjóðfélags frá miðri 20. öld og fram á þá 21. og því sem valdið hefur helstu breytingum á því.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • fylgja meginþræði í umræðum þegar rætt er um málefni sem hann þekkir nokkuð til
 • skilja skýrt talað mál og ná megininntaki í lengri frásögn og aðalþræði í kvikmyndum, sjónvarps- eða útvarpsefni
 • skilja bókmenntatexta, túlka þá og setja í sögulegt samhengi
 • skilja lykilatriði í fræðilegum textum um umfjöllunarefni áfangans
 • fylgjast með og taka þátt í samskiptum í áfanganum á frönsku, þ.m.t. þegar sérhæfður orðaforði tengdur efni áfangans er notaður
 • ræða um efni, fræðileg og almenns eðlis sem til umfjöllunar eru og geti rökstutt mál sitt á skýran hátt
 • halda stutt erindi og svara fyrirspurnum um efni sem hann hefur undirbúið fyrirfram
 • lýsa munnlega og skriflega eigin upplifun og rökstuddri túlkun á bókmenntum með nokkuð fjölbreyttum orðaforða
 • skrifa margs konar texta, þ.m.t. flóknari og fræðilegri texta en áður um efni sem tengist viðfangsefnum áfangans.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skilja aðalatriði í daglegu máli, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, ef hann þekkir nokkuð til efnisins
 • skilja megininntak erinda og rökræðna ef hann þekkir vel til efnisins
 • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um efni þeirra munnlega eða skriflega
 • lesa á milli línanna, átta sig á dýpri merkingu texta
 • geta skimað texta um efni sem hann hefur ekki áður kynnst og greint lykilatriði
 • ræða við aðra af nokkru öryggi um efni sem hann þekkir vel til með fjölbreyttari orðaforða en áður
 • taka þátt í skoðanaskiptum um mál sem hann þekkir, færa rök fyrir máli sínu og svara gagnrökum á viðeigandi hátt
 • skrifa margs konar texta og vera meðvitaðri en áður um hvaða málsnið á við hverju sinni
 • vinna texta út frá heimildum samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu
Nánari upplýsingar á námskrá.is