ENSK3CL05 - Chic Literature and Women in Today‘s Society

Chic Literature and Women in Today‘s Society

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK2UK05
Chic Lit eða svokallaðar skvísubókmenntir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim undanfarna áratugi. Sama gildir um Chick Flick, kvikmyndir þar sem ungar konur eru í aðalhlutverki. Bækurnar og kvikmyndirnar verða skoðaðar og ræddar með hliðsjón af stöðu ungra kvenna í nútímasamfélagi, reynsluheimi þeirra og áhugasviðum og velt upp hvort ofangreint sé öðruvísi en hjá körlum. Hvað skrifa konur fyrir konur og hvers vegna? Um leið er horft til fortíðar og þróunar skvísubókmennta í gegnum tíðina. Má ef til vill segja að Jane Eyre eftir Charlotte Brontë eða Pride and Prejudice og Sense and Sensibility eftir Jane Austen 19. aldarinnar hafi verið skvísubókmenntir þess tíma? Hvað með ástarsögur 20. aldar á borð við bækur Barbara Cartland eða klámbókmenntir 21. aldar eins og bækur E.L. James um Fifty Shades of Grey í ljósi þess að hvorar tveggja eru skrifaðar af konum og hafa náð margfaldri metsölu meðal kvenna? Hér munu nemendur lesa Chick Lit, horfa á Chick Flick, lesa umfjöllun og gagnrýni um hvort tveggja, skoða sögu kvenfrelsisbaráttu í heiminum, ræða viðfangsefnin í leshringjum, seminörum og í hópum, búa til eigið efni bæði í bókmennta- og kvikmyndaformi, velta fyrir sér þróun skvísu- og kvennabókmennta og hvaða samfélagsþættir hafi áhrif þar á.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • efni og eðli skvísubókmennta og -kvikmynda nútímans
 • birtingarmynd stöðu ungra kvenna í nútímasamfélagi í slíkum verkum
 • reynsluheimi og áhugasviðum ungra kvenna í samanburði við reynsluheim og áhugasvið karla
 • speglun samtímans í þessum verkum í ljósi kvenfrelsisbaráttu síðustu aldar
 • skvísu- eða kvennabókmenntum fortíðar, reynsluheimi 19. aldar kvenna, ástarsögum 20. aldar og klámbókmenntum 21. aldar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • lesa fjölbreyttar gerðir texta með gagnrýnu hugarfari
 • horfa á mismunandi kvikmyndir með gagnrýnu hugarfari
 • lesa umfjöllun og gagnrýni annarra með hliðsjón af eigin skoðunum
 • mynda sér skoðanir í ljósi þekkingar og tjá þær með ígrunduðum hætti
 • gera sér mynd af samfélagsbreytingum og –þróun og áhrifum þeirra á sjálfsmynd kvenna

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • tjá sig bæði í ræðu og riti á fræðilegan hátt um viðfangsefnið
 • tjá sig bæði í ræðu og riti á skapandi hátt um viðfangsefnið
 • gera sér grein fyrir hvernig samfélagsbreytingar verða til, orsökum þeirra, framvindu og afleiðingum
 • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
 • skrifa formlegan og óformlegan texta og beita rithefðum sem við eiga í textasmíð.
Nánari upplýsingar á námskrá.is