SAGA3MB05 - Mannréttindabarátta í Bandaríkjunum

Mannréttindabarátta í Bandaríkjunum

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SAGA2MN05 og ENSK2UK05
Sameiginlegur áfangi sögu- og enskudeilda. Áfanginn er um baráttu blökkumanna í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir jafnrétti á við hvíta. Þeirri baráttu verða gerð skil með því að skoða sögu og bókmenntir tímabilsins. Hvað varðar söguna verður fjallað um sögu þrælahaldsins, borgarastyrjöldina milli suðurs og norðurs, endurreisnarárin, aðskilnaðar-stefnuna og baráttuna gegn henni. Stór hluti efnisins eru fræðslumyndir og kvikmyndir ásamt textum eftir helstu leiðtoga baráttunnar s.s. Martin Luther King, Malcholm X o.fl. Mest allt efnið er á ensku. Ennfremur verður fjallað um bókmenntir tímabilsins og þátttöku rithöfunda og listamanna í baráttunni svo og áhrif hreyfingarinnar á popp- og rokktónlist tímabilsins.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • helstu þáttum úr sögu mannréttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum
 • ýmsum þáttum úr bókmenntum, kvikmyndum og annarri dægurmenningu sem hafði áhrif á baráttu blökkumanna fyrir jafnrétti
 • hinum ólíku þáttum í sögu blökkumanna í Bandaríkjunum: Þrælaverslun, þrælahaldi, baráttunni gegn þrælahaldi, borgarastyrjöldinni, endurreisnarárunum, lagalegu og efnahagslegu misrétti, upphafi mannréttindabaráttu og ferli hennar
 • erfiðleikunum sem sjálfsagðar mannréttindakröfur og –barátta höfðu í för með sér

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • lesa frumheimildir, bókmenntir, ljóð og texta á ensku um efni áfangans
 • geta sagt frá efnisatriðum um sögu og bókmenntir tímabilsins bæði í ræðu og riti á ensku og íslensku
 • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og geta dregið ályktanir út frá efni og umræðum áfangans
 • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð á ensku og/eða íslensku, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • geta tjáð sig um efnið og tengt við almenna mannréttindabaráttu
 • gera sér grein fyrir hvernig bókmenntir, listir og dægurmenning hvatti og hafði áhrif á þjóðfélagsbreytingar í BNA
 • átta sig á hvernig mannréttindabaráttan í BNA varð fyrirmynd annarra svipaðra hreyfinga í heiminum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is