FRAN2NL03 - Nikulás litli, ástríkur, tinni og félagar

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: FRAN1F305
Í áfanganum er fyrst og fremst unnið með ýmsar franskar teiknimyndasögur og bækurnar um Nikulás litla og vini hans (Le petit Nicolas) eftir Goscinny og Sempé. Nemendur lesa valda texta og gera fjölbreytt skrifleg og munnleg verkefni í tengslum við þá, bæði um textana sjálfa og höfunda þeirra. Einnig horfa þeir á myndefni út frá lestextunum og vinna með það, t.d. kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum um Nikulás, Ástrík og Tinna. Á þennan hátt er byggt ofan á grunninn úr undanförunum og áfram unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Nemendur þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum, m.a. í ýmiss konar verkefnum í tengslum við þemu áfangans og fá meiri þjálfun í að tjá sig í ræðu og riti en rúmast hefur í fyrri áföngum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • því les- og myndefni sem unnið er með í áfanganum og þar með hluta af menningu og sögu Frakklands og annarra frönskumælandi landa
 • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans, þ.m.t. flóknari orðasamböndum en áður
 • notkun frönskunnar til að mæta hæfniviðmiðum áfangans bæði munnlega og skriflega

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • greina aðalatriði í frásögn eða myndefni sem fjalla um afmörkuð málefni
 • skilja betur en áður orð og orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talmál
 • skilja einfalda eða einfaldaða bókmenntatexta og hafa betra vald á að túlka þá en áður
 • skilja stuttar greinar t.d. í tímaritum og á netinu um viðfangsefni áfangans með hjálp orðabóka og uppsláttarrita og skima nokkuð þunga texta þannig að hann skilji aðalatriðin
 • taka þátt í samtali um afmörkuð, undirbúin efni og geta betur en áður beitt málfari við hæfi hverju sinni
 • skiptast á skoðunum við aðra um efni sem tengjast námsefninu og geta betur en áður rökstutt mál sitt
 • halda stutta og hnitmiðaða kynningu á efni sem hann hefur undirbúið fyrirfram
 • skrifa texta af fjölbreyttara tagi en áður um efni sem tengjast viðfangsefnum áfangans

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skilja aðalatriði í daglegu máli ef hann þekkir til efnisins og talað er nokkuð skýrt
 • tileinka sér efni ritaðra texta af ýmsu tagi og hagnýta á mismunandi hátt
 • lesa skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi og eiga auðveldara en áður með að túlka hann og tjá sig munnlega og skriflega um efni hans
 • ræða við aðra af nokkru öryggi um efni sem hann þekkir vel til
 • taka þátt í einföldum skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
 • tjá sig á nokkuð skýran hátt um ýmis almenn efni eða sérhæfðari efni sem hann hefur kynnt sér vel
 • skrifa flóknari og fjölbreyttari texta en áður um ýmis efni
 • skrifa samantekt byggða á tilteknu efni, t.d. myndasögu
Nánari upplýsingar á námskrá.is