ENSK3SB05 - Shakespeare og 19. öldin í bókmenntum

shakespeare og 19. öldin í bókmenntum

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK3BR05
Unnið verður áfram með þá færni sem nemendur hafa tileinkað sér í fyrri áföngum og lögð áhersla á alla færniþætti í náminu. Markvisst verður unnið með bókmenntir frá 19. öld en einnig frá 16. öld (Shakespeare) með það fyrir augum að nemendur geti tekist á við lestur texta frá þeim tíma. Einnig verður horft á kvikmyndir byggðar á 19. aldar bókmenntum. Samfélagsmynd þessara tímabila verður skoðuð í tengslum við efnið. Nemendur velja sér einnig kjörbók frá 16. og 19. öld af lista sem afhentur verður í upphafi annar og flytja á henni munnlega kynningu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • enskri tungu og þróun hennar frá fyrri tímabilum
 • ólíkum viðhorfum og samfélagsgildum fyrri alda og hvernig þau hafa breyst í tímans rás
 • mismunandi stefnum og straumum í leikrita- og skáldsagnagerð fyrri tíma
 • helstu hugtökum í bókmenntafræði

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð í klassískum bókmenntaverkum
 • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í bókmenntatextum
 • leggja gagnrýnið mat á texta, listrænt gildi hans og mismunandi stílbrögð höfunda
 • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni menningarlegs eðlis
 • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg og félagsleg umfjöllunarefni í bókmenntum
 • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
 • tjá tilfinningar, nota hugarflug og beita stílbrögðum, t.d. myndmáli og líkingamáli
 • skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin
Nánari upplýsingar á námskrá.is