UPPE3ME05 - Menntavísindi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Einn FÉL, SÁL eða UPP áfangi 2. þrepi. Má taka samhliða á 2. þrepi.
Í áfanganum verður fjallað um uppeldisstefnur og kennsluaðferðir sem hafa áhrif á uppeldis- og skólastarf í dag. Skoðuð verður lestrarkennsla og mismunandi kennsluaðferðir við lestrarkennslu. Fjallað verður um skóla án aðgreiningar og ýmislegt sem hefur áhrif á nám grunnskólabarna eins og t.d. mismunandi bakgrunnur, ADHD, einhverfa, lesblinda o.fl. Einnig verður fjallað verður um hvernig hægt er að efla trú grunnskólanemenda á eigin getu í námi, íþróttum og starfi. Farið verður í vettvangsferð í grunnskóla (ef aðstæður leyfa).

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • aðferðum við lestrarkennslu í skólum
  • helstu kenningum og nútímastefnum á sviði menntunar og uppeldis nútímastefnum
  • einstaklingsmun nemenda og jafnrétti
  • ýmsum námsörðugleikum nemenda

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • afla upplýsinga er tengjast kenningum og rannsóknum á menntun
  • afla upplýsinga um uppeldi og menntun og nýta þær í hagnýtum verkefnum
  • taka þátt í rökræðum um uppeldis- og menntunarfræðileg málefni

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leggja mat á kenningar og rannsóknir á menntun og uppeldi
  • beita orðræðunni um menntun á ýmis viðfangsefni
  • setja fram þekkingu sína í ræðu og riti
Nánari upplýsingar á námskrá.is