HEIM2SF05 - Inngangur að siðfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Kynnt verða helstu hugtök og kenningar siðfræðinnar. Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að nýta sér þekkingu á sviði heimspeki og siðfræði til að mynda sér rökstuddar skoðanir á mikilvægum samfélagslegum álitamálum. Nemendur kynnast siðfræði sem mikilvægum hugsunarhætti til að takast á við tilveruna og lífið sjálft og hvernig er hægt að nýta þann hugsunarhátt til að skilja og leysa lífsvandamál okkar með sem áhrifaríkustum hætti.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • völdum heimspekingum og siðfræðikenningum þeirra og hvernig þær tengjast álitamálum í samtímanum
  • mikilvægum hugtökum í siðfræði og heimspeki
  • hvernig lífsviðhorf og gildi hafa áhrif á breytni okkar
  • mismunandi aðferðum og kenningum sem greina hvað er rétt breytni og hvað er röng breytni

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa og greina mismunandi kenningar í siðfræði
  • taka þátt í heimspekilegri rökræðu og samræðum
  • greina frá kenningum í siðfræði með eigin orðum og gefa sitt álit á þeim
  • vinna með siðfræðileg hugtök og setja í samhengi við daglegt líf

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • setja fram siðfræðilegar skoðanir sínar í ræðu og riti á skýran máta
  • rökstyðja eigin skoðanir á yfirvegaðan hátt
  • vera gagnrýninn í hugsun, virða skoðanir annarra og vera tilbúin að taka gagnrýni á uppbyggilegan hátt
  • mynda sér eigin skoðun með því að bera saman ólíkar skoðanir, kenningar og rök
Nánari upplýsingar á námskrá.is