ÍSLE3RV02 - Ritver - Aðstoð við ritgerðasmíði

Einingafjöldi: 2
Þrep: 3
Forkröfur: ÍSLE3BF05
Í áfanganum fá nemendur leiðsögn í því að aðstoða aðra nemendur við ritun og ritgerðarsmíð. Nemendur munu aðstoða aðra nemendur við ritgerðarsmíð í kennslustundum á 1. og 2. ári. Auk þess er gert ráð fyrir því að nemendur áfangans verði með opna viðtalstíma fyrir nemendur skólans þar sem veitt er aðstoð og ráðgjöf við ritunarverkefni. Nemendur þurfa að hafa fengið að lágmarki einkunnina 8 fyrir ritgerðir í áföngunum ÍSLE2MB05 og ÍSLE3BF05.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • ritgerðarsmíð og heimildaúrvinnslu
  • helstu hugtökum sem tengjast ritgerðarsmíð
  • hvernig best er að aðstoða aðra nemendur við ritun og ritgerðarsmíð

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • koma þekkingu sinni til skila til annarra nemenda
  • beita spurningum til að ná fram skilningi og leikni hjá öðrum nemendum
  • benda á það sem betur má fara og það sem vel er gert

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nálgast og aðstoða aðra nemendur við ritun og ritgerðarsmíð
  • nýta reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn viðfangsefna.
Nánari upplýsingar á námskrá.is