SAGA3ÍS05 - Ísland og umheimurinn frá lýðveldisstofnun til líðandi stundar.

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SAGA2MN05
Áfanginn byggir að miklu leyti á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, heimildaleit, verkefnavinnu, úrvinnslu og framsetningu efnis. Teknir eru fyrir helstu atburðir sem tengjast samskiptum Íslands við önnur ríki frá seinni heimsstyrjöld til dagsins í dag t.d. hernámsárin, herstöðvarmálið, varnarsamningurinn og þorskastríðin. Einnig er fjallað um aðild Íslands að alþjóðastofnunum, tengslin við þær og þátttaka í alþjóðlegu samstarfi t.d. á vettvangi NATO, Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins, GATT/WTO, EES/ESB, o.s.frv.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • helstu atburðum í sögu íslenskra utanríkismála frá lýðveldisstofnun til dagsins í dag
 • helstu hugtökum í alþjóðasamskiptum
 • hlutverki helstu alþjóðastofnana sem Ísland á aðild að
 • mismunandi tegundum heimilda, aðferðum við heimildaleit og mikilvægi heimildarýni
 • ólíkum miðlunarformum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • nýta sjónarhorn félagsvísinda í sögunámi
 • túlka og nýta sagnfræðilega texta á íslensku og ensku
 • leita sér heimilda t.d. í gagnasöfnum, í fjölmiðlum og á bókasöfnum
 • meta gildi og áreiðanleika heimilda og nýta sér fjölbreyttar tegundir þeirra
 • nota ólík miðlunarform til að miðla sögulegu efni, t.d. skrifa blaðagrein, ritgerð, búa til veggspjald, útvarpsþátt o.s.frv.
 • beita gagnrýninni hugsun

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • leita sér upplýsinga um tiltekið sögulegt efni sem hann vill kanna nánar
 • koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með skýrum og fjölbreyttum hætti
 • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra í verkefnavinnu
 • leggja mat á mikilvægi þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi
 • taka þátt í rökræðum um alþjóðamál
 • skilja betur umfjöllun um alþjóðamál í fjölmiðlum og geta tekið gagnrýna afstöðu til hennar
Nánari upplýsingar á námskrá.is