Lokaeinkunnir, prófsýning og endurtökupróf

 

Lokaeinkunnir áfanga verða birtar í Innu mánudaginn 23. m. Sama dag verður prófsýning fyrir þau sem vilja skoða prófúrlausnir á milli 9:00-10:00. Prófsýningin verður bæði í Aðalbyggingu og Miðbæjarskóla, nánari upplýsingar um staðsetningu námsgreina má finna hér.  

Nemendur sem þurfa að fara í endurtökupróf verða að skrá sig í þau mánudaginn 23. maí. Endurtökuprófin verða 27. - 31. maí í Miðbæjarskólanum og hefjast prófin kl. 8:30.

Umsjónarkennarar verða með viðtalstíma á prófsýningardaginn á milli kl. 10:00 og 10:30, sjá nánari staðsetningu hér. 

Við minnum líka á þjónustu náms- og starfsráðgjafa skólans. Það verða "opnir tímar" hjá þeim Ínu og Hildigunni á meðan á prófsýningu stendur á mánudag. Þessir tímar eru hugsaðir fyrir stutt erindi en hægt er að panta viðtalstíma fyrir önnur erindi með því að senda þeim tölvupóst. 

Brautskráning stúdenta verður miðvikudaginn 25. maí kl. 14:00 í Háskólabíó.
Athöfnin mun taka ca. 1,5 - 2 klst. og eru úskriftarnemar beðnir um að mæta í síðasta lagi kl.13:30. Nánari upplýsingar fá útskriftarefnin í tölvupósti.