Kórsöngur á kórónutímum


Samkomutakmarkanir koma í veg fyrir árlega vortónleika kórs Kvennaskólans en hann æfir sem endranær og tekur þátt í spennandi verkefnum. Í mars var leitað til kórsins um að leggja fram lag í átak um frið á jörðu. Ungmenni hvaðan af úr heiminum senda inn framlag og Kvennókórinn ákvað að taka lagið Stand by me eftir Ben E. King í útsetningu kórstýrunnar, Lilju Daggar Gunnarsdóttur. Einsöngvarar í laginu eru Oddný Sjöfn Ríkharðsdóttir og Sigurður Bjartur Egilsson.

Kórinn hefur æft fjölbreytt efni í vetur og sem sárabætur fyrir tónleikaþyrsta, þá má sjá hér myndband frá einni útiæfingunni í lok apríl. Þar sést kórinn taka eitt af sínum uppáhalds lögum í vetur, Super Trouper með hinni sívinsælu Abba. 

Í Kvennaskólanum geta nemendur fengið einingar fyrir þátttöku í kórnum sem gildir upp í stúdentsprófið sem valgrein. Virkilega skemmtileg leið til að sinna áhugamálinu sínu í frábærum félagsskap og læra í leiðinni! 

Hér má sjá myndböndin: 
Stand by Me
Super Trouper