JARÐ3KJ05 - Jarðsaga, aldursgreiningar, jarðskorpuhreyfingar o.fl.

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: JARÐ2AJ05
1) Aldursgreiningar jarðlaga: Notkun á afstæðum og raunaldursgreiningum. Notkun geislavirks niðurbrots sameinda til aldursákvarðana. 2) Almenn jarðsaga: Uppruni og myndun jarðar, tímatal, aldur jarðar, aldursákvarðanir, jarðsögutaflan og skiptingu hennar. Þróun lífs, fyrstu lífverur, breytingar í lífríki, þróun einstakra hópa lífvera, s.s. fiska, lindýra, skriðdýra, fugla og spendýra, þróun mannsins. Fjöldadauði lífvera og tilgátur um orsakir og afleiðingar. 3) Jarðskorpuhreyfingar og landrek: Farið yfir helstu tilgátur og kenningar og rökfærslur fyrir þeim. 4) Opnun N-Atlantshafs og myndun Íslands. 5) Þjálfun í öflun og framsetningu gagna sem lýkur með jarðfræðiráðstefnu. 6) Skoðun jarðfræðilegra fyrirbæra í náttúrunni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • kenningum um uppruna og aldur jarðar
  • hvernig aldur er ákvarðaður
  • geti skýrt jarðsögutöfluna og sagt frá einkennum hverrar aldar í sögu jarðar
  • þróun lífríkis á jörðinni út frá völdum dæmum um þróun einstakra hópa lífvera
  • loftslagsbreytingum í gegnum jarðsöguna
  • mismunandi kenningum um fjöldadauða lífvera
  • ísöldum og kenningum um orsakir þeirra
  • landreki og geti skýrt, með tilliti til þess, myndun valinna svæða á jörðinni
  • jarðsögu Íslands með tilliti til mismunandi þátta s.s. landreks, loftslags, jarðlaga, eldvirkni og lífríkis

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • afla gagna og setja fram á skipulegan hátt
  • hugsa um tíma á jarðfræðilegum skala
  • nota hugbúnað (t.d. Office Excel, PowerPoint og Word) til gagns
  • skoða og mæla fyrirbæri í felti

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð, virkni í gagnaöflun og geta lagt sjálfstætt mat á upplýsingar við úrvinnslu og geta sett fram niðurstöður á skilmerkilegan hátt
  • hafa grunn til að dýpka þekkingu sína á afmörkuðum þáttum jarðsögunnar
  • geta sett loftlagsbreytingar í gegnum jarðsöguna í tengsl við þær breytingar á loftslagi sem eiga sér stað á hverjum tíma
  • tengja undirstöðuþætti jarðfræðinnar við umhverfi sitt og geta fjallað á rökrænan hátt um mikilvægi og notagildi þeirra fyrir daglegt líf
Nánari upplýsingar á námskrá.is