Tap í Gettu betur

Í kvöld beið lið Kvennaskólans lægri hlut fyrir liði Verslunarskólans í fjórðungsúrslitum Gettu betur í Sjónvarpinu. Lokatölur urðu 18-36. Þó við ofurefli hafi verið að etja í kvöld þá er lið Kvennaskólans búið að standa sig vel í vetur en það skipa Gísli Erlendur Marínósson, Helgi Guðmundur Ásmundsson og Jörgen Már Ágústsson. Þjálfarar þess eru Kristinn og Þórdís sem bæði eru fyrrum nemendur og Laufey Haraldsdóttir er liðsstjóri.... lesa meira


Þýskuþraut 2009

Félag þýskukennara á Íslandi efnir að venju til samkeppni meðal framhaldsskólanema og eru verðlaunin m.a. dvöl í Þýskalandi. Að þessu sinni verður þrautin lögð fyrir í Kvennaskólanum miðvikudaginn 4. mars og eru allir áhugasamir nemendur hvattir til að skrá sig (sjá skilyrði fyrir þátttöku). Hægt er að sjá auglýsingu með nánari upplýsingum með því að smella á Nánar. ... lesa meira


Lið Kvennaskólans komið í undanúrslit í Morfís

Í gærkvöldi vannst öruggur sigur á liði MS í 8-liða úrslitum Morfís. Ekki er komin dagsetning á undanúrslitaviðureignina en hún verður líklega í Mars og andstæðingarnir verða lið Verslunarskólans. Í hinni undanúrslítaviðureigninni eigast við lið MÍ og FSu. Morfíslið Kvennaskólans skipa:
Garðar Þór Þorkelsson - Liðsstjóri
Björn Rafn Gunnarsson - Frummælandi
Baldur Eiríksson - Meðmælandi
Viktor Orri Valgarðsson - Stuðningsmaður
... lesa meira


Tjarnardagar

Þessa vikuna er mikið um að vera í Kvennaskólanum. Þriðjudag fyrir hádegi fer fram forval fyrir næsta vetur og eru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri.
Þriðjudag og miðvikudag er ekki hefðbundin kennsla en þess í stað taka nemendur þátt í ýmsum námskeiðum á vegum nemendafélagsins. Miðvikudagskvöldið 25. febrúar keppir lið Kvennaskólans við MS í Morfís. Fimmtudaginn 26. nóvember er síðan árshátíð Keðjunnar á Selfossi. Föstudaginn 27. febrúar er leyfi og laugardagskvöldið 28. febrúar keppir lið Kvennaskólans við Verslunarskólann í Gettu betur. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um dagskrá Tjarnardaganna á heimasíðu Keðjunnar.... lesa meiraTónlistarviðburður

Það var mikil tónlistarveisla í dag þegar nemendur og starfsfólk Kvennaskólans urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að hlýða á kynningu og tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara í Listasafni Íslands. Vegna plássleysis þurfti að tvískipta hópnum, 3. og 4. bekkur fór fyrir hádegi og 1. og 2. bekkur eftir hádegi.
Víkingur lék verk eftir Debussy, Bartok og Stravinski og með honum var Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem leiddi áhorfendur í allan sannleikann um tilurð og sögu verkanna sem leikin voru. Það leyndi sér ekki að þeir félagar eru snillingar á sínu sviði og sýndu þeir glæsileg tilþrif við flygilinn og miðluðu miklum fróðleik á lifandi og skemmtilegan hátt svo úr varð eftirminnileg og skemmtileg upplifun fyrir viðstadda.... lesa meira


Háskóladagurinn 2009

Laugardaginn 21. febrúar kl. 11.00-16.00 munu skólar á háskólastigi kynna námsframboð sitt. Í Norræna húsinu verður kynning á framhaldsnámi í Danmörku og Svíþjóð, Háskóli Íslands mun kynna starfsemi sína á Háskólatorginu, í Gimli og í Odda í HÍ og í ráðhúsi Reykjavíkur munu eftirfarandi skólar kynna starfsemi sína: Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands.
Hægt er að lesa nánar um háskóladaginn á www.haskoladagurinn.is.... lesa meira


Forval fyrir næsta vetur

Í þessari viku fá nemendur í  1.-3. bekk forvalsblöð til að kanna áhuga nemenda á því sem í boði verður næsta vetur.
Til að sjá áfangalýsingar þeirra áfanga sem í boði verða veljið þið á heimasíðu skólans námið og þar er undirsíðan námsgreinar. 2. bekkur þarf einnig að velja línu á sinni braut. Til að sjá lýsingu á línum veljið þið námið og svo námsbrautina.
Forvali lýkur með markaðstorgi þriðjudaginn 24. febrúar og þá þurfa nemendur að skila forvalsblöðunum. Markaðstorgið verður í stofum N2-N4 þar sem kennarar munu kynna áfanga. Kynning á valáföngum fyrir 1. bekk verður milli kl. 9 og 10. Kynning fyrir 2. og 3. bekk verður milli kl. 10 og 12.... lesa meira