Útskriftarnemar kveðja

Í morgun var Dimmisjón útskriftarnemenda. Að venju voru þeir klæddir í hina skrautlegustu búninga og komu við í skólanum og kvöddu kennara og aðra nemendur með uppákomu á sal. Í dag verður brugðið á leik í bænum og í kvöld hittast nemendur og kennarar og eiga saman kvöldstund í boði nemenda. ... lesa meiraUmhverfis- og fegrunarátak í lífsleikni

Í lífsleikni í vetur hafa nemendur fræðst um umhverfið og m.a. verið lögð áhersla á að umgengni okkar skipti máli og hver og einn beri ábyrgð gagnvart eigin umhverfi. Í tengslum við umhverfisfræðsluna munu allir nemendur í 1. bekk taka til hendinni á næstu dögum með því að fara út og hreinsa og snyrta skólalóðirnar og nánasta umhverfi. ... lesa meira


3. bekkur að Gljúfrasteini

Mánudaginn 21. apríl fóru þrír þriðjubekkir með íslenskukennaranum sínum upp að Gljúfrasteini til að skoða hús skáldsins. Kynningin var tvískipt. Meðan hluti hópsins skoðaði húsið og fékk fræðslu um skáldið sjálft, húsið og innbúið fékk hinn hlutinn kynningu um Íslandsklukkuna og Sjálfstætt fólk, bækurnar eftir Laxness sem þau hafa verið að lesa í vetur. Hinir þriðjubekkirnir þrír munu fara að Gljúfrasteini seinna í þessari viku. ... lesa meira


Kvennaskólanemandi á Ólympíuleikum

Kristín Björg Arnardóttir nemandi í 4.NS hefur verið valin í lið Íslands til að taka þátt í Ólympíuleikum í eðlisfræði sem fara munu fram í Hanoi í Víetnam í sumar. Kristín tók þátt í eðlisfræði(for)keppni framhaldsskólanna sem var háð s.l. febrúar og náði að komast í 15 manna úrslit, eina stúlkan í þeim hópi. Hún tók síðan þátt í úrslitakeppninni í mars s.l. og náði að komast í 5 manna lið sem keppa mun fyrir Íslands hönd á fyrrnefndum Ólympíuleikum í eðlisfræði. Við óskum henni góðs gengis á þeim leikum.... lesa meira


Frumsýningargestir ánægðir

Eins og fram hefur komið frumsýndi Fúría í gærkvöldi leikrit sitt þetta árið, 1001 nótt og var uppselt á frumsýninguna. Frumsýningargestir voru ánægðir með sýninguna og óhætt er að hvetja alla til að tryggja sér miða sem fyrst. Smellið á Nánar til að sjá upplýsingar um sýningartíma og miðasölu.... lesa meira


Heimsókn að Sólheimum

Þriðjudaginn 15. apríl fóru nemendur í sálfræði í heimsókn að Sólheimum í Grímsnesi. Valgeir Backmann tók á móti hópnum, sagði sögu Sólheima og sýndi nemendum svæðið. Á smíðaverkstæðinu tók starfsmaður lagið fyrir hópinn og lék undir á hljóðfæri. Nemendum var einstaklega vel tekið af starfsfólki og heimamönnum. ... lesa meira


Fúría sýnir 1001 nótt

Miðvikudaginn 16. apríl kl. 20 frumsýnir Fúría 1001 nótt í leikstjórn Margrétar Kaaber. Aðrar sýningar eru sem hér segir: Föstudaginn 18. apríl kl. 20, laugardaginn 19. apríl kl. 18 og 22, sunnudaginn 20. apríl kl. 20 og mánudaginn 21. apríl kl. 20. Leikritið er sýnt í Uppsölum (Gamla Versló við Hellusund). Hægt er að panta miða í síma 867-7738 og 846-2946 allan daginn um helgar og eftir klukkan 17 virka daga. Verð Keðjan 1200, aðrir 1500.... lesa meira


Vel heppnaður Peysufatadagur

Í gær héldu nemendur á þriðja ári Peysufatadaginn hátíðlegan. Morguninn hófst á morgunverði á Hallveigarstöðum í boði ungra jafnaðarmanna. Að morgunverði loknum var haldið í Menntamálaráðuneytið þar sem var dansað og sungið fyrir Aðalstein Eiríksson fyrrverandi skólameistara Kvennaskólans og annað starfsfólk ráðuneytisins. Þá var Bessí Jóhannsdóttir formaður skólanefndar Kvennaskólans heimsótt og dansað og sungið fyrir utan heimili hennar. Klukkan ellefu var komið í Kvennaskólann og dansað og sungið fyrir aðra nemendur og starfsfólk skólans. ... lesa meira


Peysufatadagur

Á morgun, föstudaginn 11. apríl, halda nemendur í 3. bekk Kvennaskólans sinn árlega peysufatadag. Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá hópinn og jafnvel taka myndir af honum má benda á að hópurinn verður staddur við Kvennaskólann klukkan rúmlega 11 í fyrramálið. Allir velkomnir.... lesa meira