Jólapróf

Prófatörn jólaprófa í Kvennaskólanum er hafin. Prófað er hvern virkan dag til 14. desember en að auki verða sjúkrapróf mánudaginn 17. desember. Fimmtudaginn 20. desember verða síðan einkunnaafhending og prófsýning.... lesa meira


Aðventutónleikar Kórs Kvennaskólans, 2. desember kl. 20.00

Kór Kvennaskólans heldur aðventutónleika í Fríkirkjunni á fyrsta sunnudegi í aðventu, sunnudagskvöldið 2. desember kl. 20.00. Sungin verða nokkur verk af ýmsu tagi en megináherslan lögð á íslensk og erlend jólalög. Nokkrir kórfélaga leika á hljóðfæri og einn kórfélagi syngur einsöng. Stjórnandi kórsins er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari Þórunn Þórsdóttir, stúdent frá Kvennaskólanum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.... lesa meiraDagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Dags íslenskrar tungu, 16. nóvember, var minnst í Kvennaskólanum eins og víða annars staðar. Í þriðju kennslustund dagsins söng Kór Kvennaskólans á nokkrum stöðum í byggingum Kvennaskólans fyrir nemendur og starfsfólk. Sungið var íslenskuljóð Þórarins Eldjárns við lag Atla Heimis Sveinssonar ásamt þremur lögum við kvæði afmælisbarnsins, Jónasar Hallgrímssonar. ... lesa meira


Stofnun Sambands íslenskra framhaldsskóla

Nú á dögunum voru stofnuð ný hagsmunasamtök nema á framhaldsskólastigi, Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). Um er að ræða allsherjar hagsmuna- og þjónustufélag íslenskra framhaldsskólanema. Megin stefnumál þessa nýja félags eru að gæta hagsmuna og réttinda framhaldsskólanema sem og vera upplýsinga- og þjónustuaðili fyrrnefnds hóps. ... lesa meira