Gleðileg jól!

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Nemendum, starfsfólki, aðstandendum og öðrum velunnurum skólans eru færðar bestu þakkir fyrir árið sem er að líða. Kennsla hefst samkvæmt nýrri stundaskrá föstudaginn 5. janúar 2007... lesa meira

Reykjavík 871± 2

Nemendur 1 – T fóru í dag í sögutímanum á sýninguna 871 ± 2. Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. ... lesa meira


Æfingaferð Kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans í Reykjavík var í æfingabúðum í Skálholti dagana 3.-5. nóvember. 26 kórfélagar tóku þátt í ferðinni og var æft af krafti. Hópurinn æfði mest í svokölluðum Sumarbúðum Skálholts en liður í æfingunum var gönguferð yfir í Skálholtskirkju þar sem kórinn söng fjölmörg lög í frábærum hljómburði kirkjunnar. ... lesa meira


NÁTT 113 ferð

Þriðjudaginn 31. okt. fóru fyrstaársnemendur á náttúrufræðabraut í ferð um Þingvelli, Grafning og niður að sjó við Ölfusárósa. Ferðin tengdist námi í áfanganum Nátt 113 sem fjallar einkum um jarðfræði. Hvergi í heiminum eru eins góðar aðstæður og hér til að skoða flekaskil á þurru landi ... lesa meira


Epladagur

Í dag er Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Nemendafélagið býður öllum upp á epli í tilefni dagsins og nemendur gera sér glaðan dag. Kennslu lýkur kl. 13.00. Bekkirnir fara saman út að borða og bjóða gjarnan umsjónarkennara sínum með. ... lesa meiraHaustfrí

Föstudaginn 20. október hefst haustfrí Kvennaskólans. Nemendur og starfsfólk skólans fá fjögurra daga helgarfrí og hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. október. Vonandi hafa allir það sem best í fríinu og snúa endurnærðir til starfa í næstu viku, tilbúnir í lokasprett annarinnar:) ... lesa meira