- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Kvennaskólinn í Reykjavík hefur umhverfismál á stefnuskrá sinni og leggur áherslu á umhverfis- og náttúruverndarsjónarmið í skólastarfinu og í stefnumótun skólans. Í skólanum starfar umhverfisráð sem fundar mjög reglulega. Umhverfisráðið er skipað nemendum auk eins kennara.
Lögð er áhersla á að skólinn setji sér skýr markmið í umhverfismálum. Markmiðin snúa bæði að ytra og innra umhverfi skólans en einnig að aukinni fræðslu og virkni nemenda og starfsfólks í umhverfis- og náttúruverndarmálum. Áhersla er lögð á skapandi lausnir og að efla jákvætt viðhorf innan skólasamfélagsins til umhverfismála.
Stefna skólans í umhverfismálum er einföld og skýr.
Helstu umhverfismarkmið skólans eru að: