Stúdentspróf

Nemandi  telst hafa lokið stúdentsprófi hafi hann lokið 200 einingum samkvæmt námsskipulagi viðkomandi brautar með tilskildum árangri, þ.e lokaeinkunn hvers áfanga verður að vera 5 eða hærri og aðaleinkunn, vegið meðaltal allra lokaeinkunna, verður að vera 5,0 eða hærri. Þó er heimilt að ljúka tveimur áföngum með lokaeinkunninni 4.

Á stúdentsprófsskírteini koma fram lokaeinkunnir allra áfanga öll námsárin í skólanum og skólasókn hvers árs í prósentum.