Afhending stúdentsskírteina

Til útskriftarnemenda  

Eins og þið vitið þá verður brautskráningarathöfn skólans í Háskólabíói þann 14. ágúst og mun hún hefjast kl. 15:00 en útskriftarnemendur geta komið í skólann og sótt stúdentsskírteini sín þriðjudaginn 26. maí. Umsjónarkennararnir ykkar munu taka á móti ykkur og afhenda skírteinin sem hér segir:
 

Mæting kl. 13:00:
3ND og 3NÞ mæta í matsalinn í Uppsölum
3FA mætir í stofu M19
3FÞ mætir í stofu M23
 

Mæting kl. 14:00
3NC og 3NA mæta í matsalinn í Uppsölum
3NF mætir í M19
3FF og 4FN mæta í M23  

Nemendur geta sótt lokaverkefni sín ásamt umsögnum á skrifstofu skólans út maí en umsjónarkennari verður einnig með þau til afhendingar um leið og útskriftarskírteini verða afhent þann 26. maí.